top of page

Um Gleraugna Gallerí

 

Gleraugna Gallerí opnaði 10. október 2015.

 

Tilgangur

Tilgangur Gleraugna Gallerís er að vera í fararbroddi á Suðurlandi á sviði gleraugnasölu, sjónmælinga og linsumátunar með áherslu á fagmennsku, góða og persónulega þjónustu og fjölbreytt vöruúrval.

 

Markmið

Markmiðið er að bjóða uppá breitt úrval af gleraugum og fylgihlutum, bæði með því að fylgja tískustraumum og klassíkum línum. Þá er markmiðið að koma með nýungar í nálgun við viðskiptavininn, bæði er varðar þjónustu, upplifun, fagmennsku og eftirfylgni.

 

Eigandi

Eigandi Gleraugna Gallerís er Berglind Hafsteinsdóttir, sjóntækjafræðingur frá Randers Tekniske Skole.

 

Berglind hefur meira en áratuga reynslu sem slikur, bæði hér heima og erlendis.

 

Ég býð ykkur velkomin að líta við og fá ráðleggingar um allt sem viðkemur sjón og sjóntækjum.

 

 

bottom of page