Daglinsur

 

Biomedics 1 day extra daglinsur eru þunnar og þægilegar daglinsur. Þú skiptir um linsur á hverjum degi. Notar hvert par aðeins einu sinni. Setur í að morgni og tekur úr að kvöldi og hendir eftir notkun. Þar sem þú ert alltaf með hreina og nýja linsu, þá eru daglinsur það besta fyrir augun. Biomedics 1 day extra eru með rúnaða kanta sem minnka núning við auga og augnlok. Þessir eiginleikar þýða að linsan er þægíleg í auganu frá morgni til kvölds.

 

Biomedics 1 day extra erum við með á lager. Við getum pantað aðrar linsur ef þú ert að nota aðra tegund. Einnig

er hægt að panta Biomedics 1 day extra toric

sjónskekkjulinsur.

Um linsur og linsumátanir

 

Hægt er að panta linsur hér fyrir neðan og fá sent heim að kostnaðarlausu. Þá bjóðum við þeim sem ekki hafa notað linsur áður að koma til okkar í linsumátun. Best er að koma við í verslun okkar og fá upplýsingar, engar tímapantanir. Þá er möguleiki á að fá flestar linsutegundir í sérpöntun. 

Mánaðarlinsur

 

Proclear XC mánaðarlinsur sanna að mánaðarlinsur geta verið þægilegar allan daginn, allan mánuðinn. Það er að þakka nýrri PC tækni, sem er að finna í öllum  Proclear linsum. Með PC tækni halda Proclear linsur vatninu lengur inní sér og  er minni uppgufun frá yfirborðinu.

 

Proclear XC mánaðarlinsur (6 stk í pakka) erum við með á lager. Einnig er hægt að fá sjónskekkjulinsur í mánaðarlinsum. Þær verðum við að panta fyrir hvern og einn. Við getum pantað aðrar mánaðarlinsur ef þú ert að nota aðra tegund. 

Linsuvökvi 

 

Við erum með All Clean soft linsuvökva fyrir mánaðarlinsur.  

Einnig erum við með Alvera linsuvökva.Vökvinn er sérstaklega hannaður fyrir linsunotendur sem nota siliconlinsur og einnig sérstaklega þá linsunotendur sem hafa viðkvæm augu eða þjást af augnþurrki.Alvera dregur nafn sitt af Aloavera sem bætt er í linsuvökvan.

 

© 2015 GLERAUGNA GALLERÍ

  • Facebook B&W