Sólgleraugu

Sólgleraugu gegna mikilvægu hlutverki í að hlífa augunum og viðkvæmum vefjum í kringum þau. Flest notum við sólarvörn þegar við erum úti í sólinn til að verja okkur.

En augun þurfa líka vörn gegn geislum sólar, eins og húðin gerir.

Húðin í kringum augun getur brunnið og UV-geislar sólar geta einnig skaðað linsuna í auganu og glæru augans. Það eykur líkurnar á að fá ský á auga, sem gerir linsuna matta og getur leitt til sjóntaps.

Mundu, sólgleraugu er ekki bara tískufyrirbrigði heldur einnig til að verja augun.

Hægt er að fá styrk í flest sólgleraugu. Hvort sem styrkurinn saman stendur af nærsýni/ fjærsýni eða með sjónskekkju. Einnig er hægt að velja um nokkra liti á sólglerjunum. Brúnn, grár eða grænn eru vinsælastir.

Einnig er hægt að fá sólhlífar eða sun covers á eigin gleraugu. Sun cover eru sólgleraugu þar sem sjóngleraugu fara inní sólgleraugun.

#sólgleraugu #sunglasses #sólhlífar #UVvörn

Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square