
Gleraugna Gallerí 4 ára.
Í dag á Gleraugna Gallerí 4 ára afmæli. Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hafa tilboð á umgjörðum, daglinsum og tilbúnum lesgleraugum. Það verður kaffi á könnunni og einnig afmæliskaka og konfekt fyrir gesti og gangandi. Verið velkomin að kíkja á okkur.

Nýtt umgjarðamerki hjá okkur.
Við vorum að fá nýtt merki í umgjörðum. Franska merkið WOOW. WOOW framleiðir bæði málm og plast umgjarðir. Þeir fara aðeins útfyrir kassann í hönnun sinni á umgjörðum og nota skemmtilega liti í umgjarðirnar. Ef þig langar í falleg og skemmtilega útfærð gleraugu þá mælum við með WOOW.